Fara beint í efnið

Dvalarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu

3. febrúar 2023

Framlenging um eitt ár

flags

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja um eitt ár gildistíma 44. greinar útlendingalaga, um sameiginlega vernd við fjöldaflótta, vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Framlengingin gildir til og með 2. mars 2024.

Einstaklingar sem þegar hafa fengið útgefið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á grundvelli sameiginlegrar verndar vegna fjöldaflótta frá Úkraínu þurfa ekki að sækja um endurnýjun dvalarleyfis. Þeir sem þegar hafa lagt inn umsókn um endurnýjun munu fá hana endurgreidda.

Útlendingastofnun mun birta nánari leiðbeiningar varðandi framlengingu leyfa og útgáfu nýrra dvalarleyfiskorta á heimasíðu sinni á næstu dögum.