Fara beint í efnið

Dvalarleyfi fyrir foreldra og börn í ólögmætri dvöl

19. apríl 2023

Foreldrar og börn sem sóttu um vernd fyrir 1. ágúst 2021 og eru enn á landinu geta sótt um sérstakt dvalarleyfi.

Alþingi

Með breytingu á lögum um útlendinga geta foreldrar og börn þeirra, sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021 og eru enn á landinu, sótt um sérstakt tímabundið dvalarleyfi á Íslandi.

Rétturinn nær til forsjáraðila og barna þeirra, yngri en 18 ára, sem

  • sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021 og eru enn á landinu, eða

  • fæddust á Íslandi á meðan umsókn forsjáraðila um alþjóðlega vernd, sem barst fyrir 1. ágúst 2021, var í vinnslu.

Umsókn þarf að berast Útlendingastofnun fyrir 5. júlí 2023. Ekki þarf að greiða afgreiðslugjald en með umsókninni þarf að leggja fram staðfestingu á því að umsækjandi hafi keypt sjúkratryggingu fyrir sig og börn sín.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast hér:

Dvalarleyfi fyrir foreldra og börn sem sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021