Breytingar á gjaldskrá
2. janúar 2023
Afgreiðslugjöld Útlendingastofnunar hækkuðu um áramót
Með gildistöku laga um breytingar á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, þann 30. desember síðastliðinn, hækkuðu eftirfarandi afgreiðslugjöld hjá Útlendingastofnun.
Gjald fyrir umsókn um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 25.000 í 27.000 kr.
Gjald fyrir tilkynningu um íslenskan ríkisborgararétt hækkaði úr 12.500 í 13.500 kr.
Gjald fyrir umsókn um dvalarleyfi, endurnýjun dvalarleyfis og bráðabirgðadvalarleyfi hækkaði úr 15.000 í 16.000 kr.
Gjald fyrir flýtiafgreiðslu umsókna um dvalarleyfi á grundvelli atvinnu hækkaði úr 45.000 í 48.000 kr.
Gjald fyrir endurútgáfu dvalarleyfiskorts hækkaði úr 7.500 í 8.000 kr.
Gjald fyrir endurútgáfu dvalarskírteinis fyrir aðstandendur EES/EFTA-borgara sem ekki eru EES eða EFTA borgarar hækkaði úr 4.500 í 4.800 kr.
Hér má finna núgildandi gjaldskrá Útlendingastofnunar.