Fara beint í efnið
Útlendingastofnun Forsíða
Útlendingastofnun Forsíða

Útlendingastofnun

Afgreiðslu umsókna um vernd frá Sýrlendingum frestað tímabundið

13. desember 2024

Vegna óvissu um ástandið í Sýrlandi

Dalvegur 18

Útlendingastofnun hefur tekið ákvörðun um að fresta afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd frá Sýrlendingum vegna þeirrar óvissu sem ríkir í Sýrlandi.

Frestunin nær til umsókna þar sem ástandið í Sýrlandi liggur til grundvallar afgreiðslu stofnunarinnar, það er að segja þeirra umsókna sem teknar eru til efnislegrar meðferðar. Umsóknir um vernd sem fá málsmeðferð á öðrum grundvelli, sem felur í sér endursendingu til annars ríkis sem metið er öruggt, verða áfram afgreiddar.

Ákvörðunin gildir tímabundið og verður endurskoðuð í janúar.