Afhending dvalarleyfiskorta við framlengingu leyfa vegna fjöldaflótta
Dvalarleyfi þitt á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta frá Úkraínu hefur verið framlengt. Þú færð SMS þegar dvalarleyfiskortið þitt er tilbúið til afhendingar.
Hvert þú sækir kortið fer almennt eftir því hvar þú fórst í myndatöku fyrir síðustu framlengingu.
Ef þú fórst í myndatöku á höfuðborgarsvæðinu færðu annaðhvort skilaboð um að sækja kortið í Hagkaup í Skeifunni, eða í afgreiðslu Útlendingastofnunar (Dalvegur 18, 201 Kópavogur).
Ef þú fórst í myndatöku hjá sýslumanni sækir þú kortið á viðkomandi sýsluskrifstofu.
Þú þarft að sækja kortið þitt sjálf/sjálfur. Ekki er hægt að láta sækja kort fyrir sig en forsjáraðilar geta sótt kort fyrir börn sín. Hafðu samband við mot@utl.is ef þú getur ekki sótt kortið innan 15 daga frá tilkynningu um að kortið sé tilbúið til afhendingar.
Þau sem ekki sækja kort sín innan 15 daga án skýringa verða skráð úr landi hjá Þjóðskrá Íslands.
Sértu með kort í gildi þá þarftu að skila inn gamla kortinu til að fá nýtt afhent.
Opnunartími afhendingarstaða
Opnunartími í afgreiðslu Útlendingastofnunar er milli 9:00 og 14:00 alla virka daga.
Opnunartíma Sýslumannsembætta má finna á heimasíðu
Opnunartími Hagkaups, Skeifunni, er 24 tíma á dag, alla daga vikunnar.
Kynntu þér vel upplýsingar um framlengingu dvalarleyfa á grundvelli verndar vegna fjöldaflótta.