Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands 2025
30. apríl 2025
Hver er hagur stjórnsýslunnar með skjalastjórn og skjalavörslu? Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram miðvikudaginn 14. maí næstkomandi á Berjaya Reykjavik Natura Hotel.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Hver er hagur stjórnsýslunnar með skjalastjórn og skjalavörslu? Hagur stjórnsýslunnar er eitt af leiðarljósunum í markmiðum laga um opinber skjalasöfn með tryggri myndun, vörslu og meðferð opinberra skjala.
Sífellt reynir á hag stjórnsýslunnar og þá skiptir máli að skjalastjórn og skjalavörslu afhendingarskyldra aðila sé sinnt og sé í takt við reglur. Á ráðstefnunni verður fjallað um hver sé þessi hagur stjórnsýslunnar, hvenær reynir á hann og hvernig hann tengist öðrum þáttum í markmiðum laganna á borð við réttindi borgaranna.
Ráðstefnan fer fram á milli kl. 9:00 – 12:00. Hún verður einnig send út í streymi.
Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða kynntar á næstu dögum.