Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Við leitum að rekstrarstjóra upplýsingatækni

8. október 2025

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar nýtt starf rekstrarstjóra upplýsingatækni. Leitað er að drífandi einstaklingi í spennandi starf hjá öflugri menningar- og stjórnsýslustofnun sem varðveitir heimildir um sögu þjóðarinnar og leiðir skjalavörslu og skjalastjórn hins opinbera.

Um 50 manns starfa hjá Þjóðskjalasafni. Um þessar mundir standa yfir miklar breytingar í starfseminni og því um spennandi tækifæri að ræða fyrir kraftmikinn aðila.

Starfshlutfall er 100% og umsóknarfrestur er til og með 20. október 2025.

Rekstrarstjóri upplýsingatækni er hluti af öflugu teymi á skrifstofu rekstrar. Undir skrifstofuna falla fjármál, mannauðsmál, gæðamál, upplýsingatækni, upplýsingaöryggi, skjalamál, húsnæðismál og öryggismál.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Rekstur á miðlurum og gagnagrunnum (kerfisstjórn)

  • Rekstur útstöðva og annars notendabúnaðar

  • Rekstur hugbúnaðarkerfa í samstarfi við fageiningar og birgja

  • Eftirfylgni með uppfærslum á stýrikerfi og hugbúnaði frá þriðja aðila

  • Uppsetning á vélbúnaði og hugbúnaði

  • Tæknilegur stuðningur, notendaþjónusta og fræðsla fyrir starfsfólk

  • Samskipti við birgja í upplýsingatækni

  • Verkefnastýring verkefna í upplýsingatækni

  • Vinna við stöðugar úrbætur á sviði upplýsingaöryggis

Frekari upplýsingar um starfið, hæfniskröfur og umsókn má finna á Starfatorgi ríkisins.