„Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn - er eitthvað að varast?“
8. október 2024
„Upplýsingaöryggi í skjalavörslu og skjalastjórn - er eitthvað að varast?“ var yfirskrift Vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands 2024 en nú hafa allir fyrirlestrar ráðstefnunnar verið birtir á YouTube-rás Þjóðskjalasafns.
Á YouTube-rás Þjóðskjalasafns eru birtar upptökur af ráðstefnum á vegum safnsins og ýmis konar fræðslumyndbönd í skjalavörslu skjalastjórn.
Á Vorráðstefnunni voru flutt fjögur erindi tengd vernd skjala og gagnasafna og hvað varast skyldi í þeim efnum. Theódór R. Gíslason, meðstofnandi og framkvæmdastjóri tækni og nýsköpunar hjá Syndis og stofnandi Defend Iceland talaði um upplýsingaöryggi íslenskra skjalastjórnunarkerfa. Þórður Sveinsson, yfirlögfræðingur hjá Persónuvernd ræddi persónuvernd og raunlægt öryggi við skjalavörslu. Árni Jóhannsson, skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands sagði frá skjalabjörgun í Grindavík og Bjarki Þór Sigvarðsson, fagstjóri ástandsvitundar hjá netöryggissveit CERT-IS ræddi netógnir dagsins í dag.