Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Tilmæli um að hætta útprentun gagna sem eiga uppruna sinn á rafrænu formi

25. nóvember 2024

Þjóðskjalavörður hefur sent út tilmæli til afhendingarskyldra aðila um að hætta útprentun á pappír á þeim gögnum sem eiga uppruna sinn á rafrænu formi. Tilefnið eru breytingar sem gerðar voru á 15. gr. laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 síðastliðið sumar, sem fjalla um afhendingu afhendingarskyldra skjala og upplýsingarétt.

Skjalageymslur

Ákvæðunum var breytt á þann veg að leitast skuli eftir að afhenda afhendingarskyld skjöl á opinbert skjalasafn á því formi sem skjölin urðu til á nema forstöðumaður opinbers skjalasafns ákveði annað og skuli slík ákvörðun rökstudd.

Megintilgangur breytinganna er að löggjöfin endurspegli skýrt þá meginreglu að gögnum beri að skila til opinbers skjalasafns á því formi sem þau urðu til á. Í nútímastjórnsýslu verður yfirgnæfandi meirihluti gagna til á rafrænu formi og er reglan því í reynd meginregla um rafræn skil gagna til opinberra skjalasafna.

Sjá nánar í tilmælabréfinu sem nálgast má hér.