Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Þjóðskjalavörður í heimsókn á Héraðsskjalasafninu á Akureyri

2. september 2024

Heimsóknir þjóðskjalavarðar til héraðsskjalasafna eru mikilvægur liður í samstarfi skjalasafna á Íslandi og á sumarmánuðum heimsótti þjóðskjalavörður Héraðsskjalasafnið á Akureyri.

Heimsókn á Héraðsskjalasafnið á Akureyri 12. júlí 2024

Hrefna Róbertsdóttir fundaði þann 12. júlí síðastliðinn með Láru Ágústu Ólafsdóttur héraðsskjalaverði, Hólmkatli Hreinssyni amtsbókaverði og Katrínu Björgu Þórisdóttur skjalaverði. Margt bar á góma í samstarfi safnanna, en efst á baugi um þessar mundir er viðtaka rafrænna skjalasafna. Tvær vörsluútgáfur af rafrænum afhendingum eru þegar tilbúnar hjá skjalasafninu.

Héraðsskjalasafnið hefur í vörslu sinni bæði áhugaverðar ljósmyndir og myndefni úr sjónvarpi. Stór skráningarverkefni tengd einkaskjölum liggja fyrir hjá safninu ásamt eftirliti og þjónustu með opinberum aðilum sem eru afhendingarskyldir. Starfssvæði Héraðsskjalasafnins á Akureyri er auk Akureyrarbæjar, Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Á safninu eru einnig varðveitt skjöl úr þeim hreppum sem áður voru á þessu svæði og hafa nú sameinast í fyrrnefnd sveitarfélög.

Safnið var stofnað þann 1. júlí 1969 en tímamót urðu í starfseminni árið 2004 þegar hús Amtbókasafnsins í Brekkugötu 17 var stækkað og héraðsskjalasafnið gat sameinað alla starfsemi sína þar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá frá vinstri þau Hólmkel, Hrefnu, Katrínu Björgu og Láru Ágústu og húsnæði Héraðsskjalasafnsins.

Héraðsskjalasafnið á Akureyri