Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Skipuritsbreytingar á Þjóðskjalasafni

9. október 2024

Nýtt skipurit tók gildi á Þjóðskjalasafni þann 1. október síðastliðinn. Breytingar voru gerðar á sviðum safnsins til að þess að styrkja starfsemina.

Ólafur Arnar Sveinsson

Skrifstofa rekstrar verður hér eftir stoðsvið sem starfar þvert á aðrar starfseiningar og stofnað hefur verið nýtt kjarnasvið, skrifstofa fræðslu og rannsókna. Ólafur Arnar Sveinsson veitir nýja sviðinu forstöðu og tekur þá sæti í framkvæmdastjórn safnsins ásamt þjóðskjalaverði og öðrum sviðsstjórum.

Áfram verður unnið að uppbyggingu á skrifstofu rekstrar sem stoðsviðs fyrir allt safnið. Áhersluverkefnin verða rekstur, fjármál, mannauðs- og gæðamál, húsnæðismál, öryggismál og varðveisla. Með því verður áframhaldandi áhersla lögð á að styrkja þetta svið safnsins.

Við breytinguna flyst starfsfólk sem áður heyrði undir rekstur eða beint undir þjóðskjalavörð og hefur sinnt þjóðlendum, einkaskjalasöfnum og rannsóknum á hið nýja svið fræðslu og rannsókna. Þá mun einnig starfsfólk í miðlun sem hefur tilheyrt innviðaverkefninu flytjast á þetta svið. Breytingin sameinar því starfsfólkið sem sinnt hefur rannsóknum, fræðslu og miðlun á eitt svið og mun það án vafa styrkja kjarnastarfsemi safnsins.

Skipurit