Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Safnanótt í Þjóðskjalasafni Íslands 2. febrúar 2024

25. janúar 2024

„Stjórnarskráin í fortíð, nútíð og framtíð“ er þema safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands í ár. Sett verða upp borð frá þjóðfundinum 2010, sýnd gögn sem tengjast stjórnarskránni og flutt erindi um efnið.

safnanott 2024 resize for web

„Stjórnarskráin í fortíð, nútíð og framtíð“ er þema safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands í ár. Sett verða upp borð frá þjóðfundinum 2010, sýnd gögn sem tengjast stjórnarskránni og flutt erindi um efnið.

18:30 Húsið opnar.

18:30 - 19:30 Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á skjölum tengdum stjórnarskránni.

19:30 -21:30 Erindi og umræður

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði.

Skipta stjórnarskrár einhverju máli?

Sævar Ari Finnbogason, heimspekingur.

Hvernig ætti að breyta stjórnarskrá og hver ætti að gera það?

Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður.

Með frelsisskrá í föðurhendi - um varðveislusögu stjórnarskráa Íslands.

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur.

Fullvalda í raun?

21:30-22:30 Kynning á Þjóðskjalasafni og sýning á skjölum tengdum stjórnarskránni.

Gestum er bent á að aðkoma að safninu er inni í portinu við Laugaveg 162, þar sem bílastæði gesta og starfsfólks eru og inngangur er á hægri hönd. Sjá nánar á útskýringarmynd.

Frítt inn og öll velkomin.