Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Norrænir skjaladagar 2025 – Skráning er hafin

4. mars 2025

Skráning er hafin á ráðstefnuna Norræna skjaladaga 2025 sem fram fara í Ósló í Noregi dagana 16.-17. september næstkomandi. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um skjalamál og skráning stendur yfir þangað til uppselt verður á ráðstefnuna. Sérstakt snemmskráningargjald er í boði til og með 17. mars. 

Norrænir skjaladagar 2025 Osló

Norrænir skjaladagar er einn meginvettvangur norrænna skjalasafna og samstarfs norrænna þjóðskjalasafna. Ráðstefnan byggir á langri hefð og hefur verið haldin að jafnaði þriðja hvert ár frá 1935. Þetta er í 27 skipti sem hún fer fram. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Hlutverk skjalasafna í samfélaginu og skiptast málstofur í þrjú þemu sem eru Hagnýtar tækninýjungar, Öryggi skjalasafna á óvissutímum og Möguleikar skjalasafna. Geta má þess að í fyrsta skipti er megintungumál ráðstefnunnar enska. 

Meðal aðalfyrirlesara ráðstefnunnar verður Guðni Th. Jóhannesson prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi forseti Íslands. Í erindi sínu ræðir hann mikilvægi skjalasafni í nútímanum: „Keeping truth in a post-truth world. The importance of accessible archives for individuals and societies“.

Sjá nánar á vef ráðstefnunnar: Home - Nordiske arkivdager 2025