Laura Millar á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns
24. apríl 2023
Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk.
Vorráðstefna Þjóðskjalasafns Íslands verður haldin í fimmta skipti þann 16. maí nk. Að þessu sinni verður dagskrá vorráðstefnunnar með breyttu sniði sem byggist á því að einn aðalfyrirlestur verður fluttur og í framhaldinu munu tveir málshefjendur leggja út frá erindi aðalfyrirlesara. Í framhaldinu verða umræður um efnið.
Aðalfyrirlesari vorráðstefnunnar er kanadíska fræðikonan Laura Millar. Laura Millar hefur starfað sem ráðgjafi í nærri 40 ár á sviði skjala- og upplýsingastjórnunar, við kennslu og fræðslu og er höfundur fjölda bóka um skjalavörslu og skjalastjórn. Hún lauk meistaragráðu í skjalfræðum frá háskólanum í Bresku Kólumbíu, Kanada, árið 1984 og doktorsgráðu í skjalfræðum frá University College í London árið 1996. Laura hefur m.a. veitt stjórnvöldum í Kanada, Bermúda, Trínidad og Tóbagó, Hong Kong og Ghana ráðgjöf um skjalamál og hefur kennt um árabil skjalavörslu og skjalastjórn við háskóla og starfað með alþjóðastofnunum, þ.m.t. Alþjóða skjalaráðinu (International Council on Archvies). Bækur sem Laura hefur skrifað eru meðal annars The Story Behind the Book: Preservating Authors’ and Publishers’ Archives, (2009) og Archives: Principles and Practices (2010 og 2017). Hún hlaut Waldo Gifford Leland verðlaun Society of American Archivists’ árið 2011 fyrir Archives: Principles and Practices. Bók Laura frá 2019, A Matter of Facts: The Value of Evidence in an Information Age hefur vakið verðskuldaða athygli í fræðaheiminum.
Fyrirlestur Laura Millar á vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands kallast „Half-told Tales: Facts, Evidence, and the Search for Truth“. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og mun ráðstefnan öll fara fram á ensku. Útdráttur úr fyrirlestrinum má finna hér fyrir neðan. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Aðalsteinn Kjartansson, rannsóknarblaðamaður á Heimildinni munu svo bregðast við fyrirlestrinum með stuttum framsögum. Undir lokin verða umræður.
Upplýsingar um dagskrá, skráningargjald og skráningu á ráðstefnuna má finna hér.
Útdráttur úr fyrirlestri Laura Millar
„Half-told Tales: Facts, Evidence, and the Search for Truth“
Facts, evidence, and truth are not the same. Without evidence, societies are not able to agree on a point of truth: fact-based truth, not personal truth. When sources of proof are missing or obscured, mis- and disinformation can fill the gap. The job of the archivist, traditionally, has been to acquire, preserve, and make available authentic and reliable sources of evidence. We do this work not just to preserve interesting examples of historical events but to protect external, verifiable sources of proof. As digital technologies transform our traditional archival role, though, archivists are being pulled away from the care of static, ‘old’ documentary sources toward a much more interventionist role. If we want to protect evidence in a digital age, we need to participate directly in the work of capturing and recording the present. What changes are needed – in society and in the archival profession – to allow archivists to fulfil our mission as protectors of evidence in an information age?