Hvað viltu vita um einkaskjöl? Opið hús á Þjóðskjalasafni Íslands
3. júní 2025
Þjóðskjalasafn Íslands býður almenning hjartanlega velkominn á opið hús föstudaginn 6. júní kl. 10-12 þar sem áherslan verður á einkaskjalasöfn – skjalasöfn einstaklinga, fjölskyldna, félagasamtaka og fyrirtækja sem geyma ómetanlegar heimildir um líf og samfélag Íslendinga í gegnum tíðina.

Á opna húsinu gefst gestum tækifæri til að:
Kynnast mikilvægi einkaskjalasafna fyrir sögu og menningu
Spyrja sérfræðinga spjörunum úr um skjalavörslu og varðveislu
Fá ráðleggingar um hvernig best er að skrá og geyma eigin skjöl
Skoða valin skjalasöfn og fá innsýn í óbirtar heimildir
Hvenær: Föstudaginn 6. júní milli kl. 10 og 12
Hvar: Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík
Komdu og taktu þátt í samtalinu um framtíð einkaskjalasafna. Við hlökkum til að sjá þig!