Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Hvað viltu vita um einkaskjöl? Opið hús á Þjóðskjalasafni Íslands

3. júní 2025

Þjóðskjalasafn Íslands býður almenning hjartanlega velkominn á opið hús föstudaginn 6. júní kl. 10-12 þar sem áherslan verður á einkaskjalasöfn – skjalasöfn einstaklinga, fjölskyldna, félagasamtaka og fyrirtækja sem geyma ómetanlegar heimildir um líf og samfélag Íslendinga í gegnum tíðina.

Á opna húsinu gefst gestum tækifæri til að:

  • Kynnast mikilvægi einkaskjalasafna fyrir sögu og menningu

  • Spyrja sérfræðinga spjörunum úr um skjalavörslu og varðveislu

  • Fá ráðleggingar um hvernig best er að skrá og geyma eigin skjöl

  • Skoða valin skjalasöfn og fá innsýn í óbirtar heimildir

Hvenær: Föstudaginn 6. júní milli kl. 10 og 12

Hvar: Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands, Laugavegi 162, Reykjavík

Komdu og taktu þátt í samtalinu um framtíð einkaskjalasafna. Við hlökkum til að sjá þig!