Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Héraðsskjalasafnið á Ísafirði heimsótt

5. september 2024

Sumarheimsóknum þjóðskjalavarðar lauk með heimsókn á Héraðsskjalasafnið á Ísafirði þann 7. ágúst síðastliðinn.

Héraðsskjalasafnið á Ísafirði - Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Sigrún H. Tryggvadóttir

Þá sótti Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður heim Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur héraðsskjalavörð og forstöðumann safnins og fundaði með henni og Sigrúnu H. Tryggvadóttur skjalaverði. Miklar breytingar eru að verða á varðveisluaðstæðum héraðsskjalasafnins og er búið að flytja safngögn í nýtt og betra húsnæði.

Um árabil hefur verið unnið að skráningu sóknarmanntala á Ísafirði í samstarfi við Þjóðskjalasafn. Vel hefur gengið með þá vinnu og bætast jafnt og þétt við svæði á landinu þar sem búið er að skrá inn upplýsingar.

Héraðsskjalasafnið var stofnað árið 1952 en margvíslegar breytingar hafa orðið á sveitarfélagamörkum síðan það var. Starfssvæði safnsins nær yfir Ísafjarðarkaupstað og nærliggjandi svæði og kort af umdæmi þess má sjá á vefsíðu safnsins hér.

Á meðfylgjandi myndum má sjá frá vinstri þær Guðfinnu héraðsskjalavörð og Sigrúnu skjalavörð og Héraðsskjalasafnið á Ísafirði.

Héraðsskjalasafnið á Ísafirði