Héraðsskjalasafnið á Akranesi heimsótt
13. desember 2024
Þjóðskjalavörður heimsótti Erlu Dís Sigurjónsdóttur héraðsskjalavörð og forstöðumann skjalasafnsins á Akranesi þann 7. nóvember síðastliðinn.
Ljósmyndasafn bæjarins og listaverkasafn þess heyrir jafnframt undir héraðsskjalasafnið. Fundinn sat einnig Bjarni Þórðarson húsnæðisstjóri Þjóðskjalasafns. Farið var um húsnæði safnsins, geymslur skoðaðar og rætt um ýmis mál tengd héraðsskjalasafninu og starfsumhverfi opinberra skjalasafna á landinu.
Á meðfylgjandi mynd eru Bjarni Þórðarson, Erla Dís Sigurjónsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir.
Á myndinni eru Bjarni Þórðarson og Erla Dís Sigurjónsdóttir.