Heimsókn í Húnaþing vestra
10. júlí 2024
Mánudaginn 1. júlí var þjóðskjalavörður á ferð í Húnavatnssýslu og tók hús á Sólveigu H. Benjamínsdóttur héraðsskjalaverði Vestur-Húnavatnssýslu.
Mánudaginn 1. júlí var þjóðskjalavörður á ferð í Húnavatnssýslu og tók hús á Sólveigu H. Benjamínsdóttur héraðsskjalaverði Vestur-Húnvatnssýslu. Safnið var stofnað árið 1963 og er staðsett á Hvammstanga. Umdæmi þess er Húnaþing vestra. Héraðsskjalasafnið er rekið þar ásamt bókasafni sýslunnar. Sólveig fer fyrir báðum söfnunum auk þess að vera forstöðumaður Byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafirði.
Margvísleg mál komu til umræðu, þverfaglegt samstarf safna á landsvísu, skráningarmál og mikilvægi þess að huga vel að góðu varðveisluhúsnæði fyrir langtímavarðveislu skjala.
Á myndinni hér að ofan eru Sólveig Hulda Benjamínsdóttir héraðsskjalavörður Vestur-Húnavatnssýslu og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.