Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Harmleikir, leyndardómar, alþýðufólk og skjöl

22. maí 2024

Til skjalanna er hlaðvarp Þjóðskjalasafns Íslands þar sem fjölbreyttur hópur viðmælenda og þáttastjórnenda fjalla um söguleg málefni svo sem stórviðburði, harmleiki, ýmsan fróðleik, merkilegar persónur og leyndardóma sem mótað hafa sögu lands og þjóðar.

hlaðvarp

Þættirnir hafa það að markmiði að vera fræðandi og skemmtileg endurspeglun á því fjölbreytta og áhugaverða starfi sem fram á Þjóðskjalasafni Íslands.

Fyrsti þáttur hlaðvarpsins fór í loftið í október árið 2020 en þá ræddi Unnar Rafn Ingvarsson við Hrefnu Róbertsdóttur þjóðskjalavörð um hlutverk Þjóðskjalasafns Íslands. Síðan þá hafa bæst við 25 þættir og kennir þar ýmissa grasa. Sem dæmi má nefna umfjöllun um dánarbú 30.000 Íslendinga, skjöl á skriðusvæði, einkabréf alþýðukonu frá 19. öld og dómabókagrunn Þjóðskjalasafns Íslendinga.

Hlustun fer sífellt vaxandi og nú hafa yfir 10.000 hlustað á þættina og því ljóst að margir hafa áhuga á að sögulegu efni sé komið á framfæri á skemmtilegan og lifandi hátt. Hægt er að finna þættina á helstu hlaðvarpsveitum eins og Spotify en einnig á miðlunarsíðu Þjóðskjalasafns.