Gagnagrunnar í sögulegum rannsóknum og miðlun. Opin ráðstefna í Þjóðskjalasafni fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13:00-16:00
8. nóvember 2024
Umfjöllunarefni Rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2024 er gagnagrunnar og tækifærin sem þeir gefa til rannsókna.
Í tæknisamfélagi nútímans er mikilvægi gagnagrunna sífellt að aukast. Gagnagrunnar nýtast í markvissri greiningu, úrvinnslu og birtingu rannsókna. Umfjöllunarefni Rannsóknadags Þjóðskjalasafns Íslands 2024 er gagnagrunnar og tækifærin sem þeir gefa til rannsókna. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðskjalasafni Íslands að Laugavegi 162, fimmtudaginn 14. nóvember næstkomandi. Dagskráin er öllum opin, hefst kl. 13:00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:00.
Fyrirlesarar munu kynna sögulega gagnagrunna, ræða gagnsemi þeirra og kosti, framsetningu, miðlun og birtingu fyrir almenning. Hverjar helstu áskoranirnar eru í þróun gagnagrunna og hver framtíðarsýnin gæti verið í hinum fullkomna heimi.
Í Þjóðskjalasafni hefur um árabil verið unnið að þróun og gerð gagnagrunna með það að markmiði að miðla tilteknu efni til almennings og fræðafólks og um leið stuðla að nýjum rannsóknum. Mörg þessara verkefna hafa verið unnin í nánu samstarfi við aðrar stofnanir. Aðgengi að þessum gögnum hefur ekki aðeins stóraukist með efnisskráningu í gagnagrunna heldur hefur stafræn endurgerð gert fólki kleift að vinna ítarlega með frumgögnin, óháð staðsetningu.
Í dag eru flestir sögulegir gagnagrunnar á vegum Þjóðskjalasafns aðgengilegir á vefsíðunni heimildir.is en nú er að hefjast vinna við að byggja nýjan miðlunarvef safnsins með samræmdu viðmóti allra gagnagrunna.
Dagskrá:
13:00
Guðfinna Hreiðarsdóttir forstöðumaður Skjalasafnsins á Ísafirði
- Skráning upplýsinga í sóknarmannatalagrunn: Fjarvinnsla í 15 ár
Harpa Rún Ásmundsdóttir verkefnastjóri hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
- Gagnagrunnur sáttanefndabóka
Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skjalavörður í Þjóðskjalasafni
- Flakkað um dómabókagrunn
14:00 Hlé
14:15
Pétur Húni Björnsson sérfræðingur í stafrænum hugvísindum
- Að smala köttum: Um smíði og hagnýtingu Sögulegs mann- og bæjatals
Þórunn Marel Þorsteinsdóttir skjalavörður í Þjóðskjalasafni
-Gagnagrunnar til gagns og gamans
Unnar Ingvarsson fagstjóri stafrænnar endurgerðar í Þjóðskjalasafni
- Hvað á að gera við öll þessi gögn?
15:15 Hlé
15:30 Pallborðsumræður