Fundur opinberra skjalasafna 2024
30. október 2024
Opinber skjalasöfn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin, héldu sinn árlega fund í Þjóðskjalasafni Íslands 25. október síðastliðinn. Á þessum árlegu fundum eru rædd sameiginleg mál opinberra skjalasafna og samstarfsverkefni.
Að þessu sinni voru kynningar á stafrænni vegferð Þjóðskjalasafns, nýju skjalaskrárkerfi safnsins sem er í innleiðingu, stöðu á tilfærslu verkefna og safnkosts Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Héraðsskjalasafns Kópavogs til Þjóðskjalasafns og húsnæðisgreiningu Þjóðskjalasafns. Einnig voru kynnisheimsóknir héraðsskjalasafna í Þjóðskjalasafn ræddar.
Þá var sérstök umræða um framtíðarfyrirkomulag þessara funda og hvernig best væri að haga samstarfi opinberra skjalasafna en söfnin hafa í gegnum tíðina verið í ýmiskonar samstarfi. Alls sóttu tæplega 30 manns fundinn frá 16 opinberum skjalasöfnum.