Anna Agnarsdóttir lætur af formennsku stjórnarnefndar Þjóðskjalasafns Íslands
17. desember 2024
Stjórnarnefndarfundur Þjóðskjalasafns var haldinn í síðustu viku, hinn þriðji á árinu. Það var síðasti fundur núverandi formanns stjórnar, Önnu Agnarsdóttur. Henni voru færð blóm í lok fundar og þakkað fyrir vel unnin störf síðastliðin átta ár, en það er hámarksseta fulltrúa í stjórnarnefnd.
Stjórnarnefndarfundur Þjóðskjalasafns var haldinn í síðustu viku, hinn þriðji á árinu. Það var síðasti fundur núverandi formanns stjórnar, Önnu Agnarsdóttur. Henni voru færð blóm í lok fundar og þakkað fyrir vel unnin störf síðastliðin átta ár, en það er hámarksseta fulltrúa í stjórnarnefnd.
Stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns Íslands er skipuð af ráðherra og veitir forstöðumanni þess, þjóðskjalaverði, ráðgjöf um stefnu og önnur málefni sem varða starfsemi safnsins. Í nefndinni sitja auk formanns Erla Hulda Halldórsdóttir, Gunnar Örn Hannesson, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Ragna Kemp Haraldsdóttir. Varamenn eru Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Karen Þóra Sigurkarlsdóttir, Kolbrún Erna Magnúsdóttir, Páll S. Brynjarsson, Valur Ingimundarson og Viðar Pálsson.
Á þessum átta árum hafa miklar breytingar orðið á starfsemi Þjóðskjalasafns og meðal annars hafa húsnæðismál stofnunarinnar mikið verið til umræðu. Sem formaður hefur Anna beitt sér mjög fyrir úrlausn þeirra mála sem og annarra og verið óþreytandi í stuðningi sínum við Þjóðskjalasafn.
Á myndinni að ofan eru Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Anna Agnarsdóttir.
Á myndinni eru frá vinstri: Erla Hulda Halldórsdóttir, Gunnar Örn Hannesson, Anna Agnarsdóttir, Jóna Símonía Bjarnadóttir, Ragna Kemp Haraldsdóttir og Óskar Jörgen Sandholt.