Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Afhending rafrænna gagna - einkaskjöl

Þjóðskjalasafn hefur það lagalega hlutverk að taka til varðveislu einkaskjalasöfn. Með einkaskjalasöfnum er átt við gögn einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja. Gögn einkaaðila eru afar mikilvægar heimildir um sögu lands og þjóðar og þau veita gjarnan sjónarhorn á fortíðina sem ekki kemur fram í öðrum gögnum, opinberum eða prentuðum.

Einkaskjalasöfn hafa ekki aðeins persónulega þýðingu heldur einnig samfélagslega sem endurspeglast í menningarlegu gildi gagnanna, rannsóknarlegu gildi, listrænu gildi og svo mætti lengi telja.

Þjóðskjalasafn varðveitir stærsta safn einkaskjala á Íslandi og hýsir vefinn einkaskjalasafn.is sem er samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi. Þar er að finna upplýsingar um einkaskjalasöfn í vörslu héraðsskjalasafna, handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns.