Fara beint í efnið
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða
Þjóðskjalasafn Íslands Forsíða

Þjóðskjalasafn Íslands

Afhending á rafrænum gögnum - opinber gögn

Þjóðskjalasafn tekur á móti rafrænum gögnum til varðveislu samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn og reglum þar að lútandi. Samkvæmt lögunum fer afhending rafrænna gagna fram að jafnaði ekki síðar en þegar gögnin hafa náð fimm ára aldri. Til að afhenda rafræn gögn þarf að tilkynna þau til Þjóðskjalasafns og fá úrskurð um rafræn skil. Afhendingarskyldum aðilum ber skylda að tilkynna rafræn gögn til Þjóðskjalasafns.