Kosning utan kjörfundar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hjá sýslumönnum vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 hófst þann 7. nóvember 2024.
Upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma er að finna undir hverju embætti fyrir sig hér að neðan.
Athugið að upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.
Nálgast má ýmsar almennar upplýsingar og leiðbeiningar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á vef landskjörstjórnar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í Holtagörðum á 1. hæð.
7. nóvember - 17. nóvember kl. 10:00 - 18:00
18. nóvember - 29. nóvember kl. 10:00 - 22:00
Á kjördag laugardaginn 30. nóvember verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.
Tímasetningar vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsi.
Fangelsið á Hólmsheiði
Mánudaginn 11. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Skjól við Kleppsveg, Reykjavík
Mánudaginn 11. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot
Mánudaginn 11. nóvember, kl. 15:00-18:00.
Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ
Þriðjudaginn 12. nóvember kl. 14:00-16:00.
Droplaugarstaðir við Snorrabraut, Reykjavík
Þriðjudaginn 12. nóvember, kl. 14:30-17:30.
Skógarbær við Árskóga, Reykjavík
Þriðjudaginn 12. nóvember, kl. 15:30-17:30.
Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ
Miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík
Miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 15:00-18:00.
Hrafnista Boðaþing, Kópavogi
Miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 15:30-17:00.
Kleppsspítali, Reykjavík
Fimmtudaginn 14. nóvember, kl. 15:00-16:00.
Hrafnista Hafnarfirði
Fimmtudaginn 14. nóvember, 14:00-18:00.
Sunnuhlíð, Kópavogi
Fimmtudaginn 14. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Eir við Hlíðarhús í Grafarvogi, Reykjavík
Föstudaginn 15. nóvember, kl. 13:00-16:00.
Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík
Föstudaginn 15. nóvember, kl. 13:00-16:00.
Heilsuvernd Vífilsstaðir, Garðabæ
Föstudaginn 15. nóvember, kl. 15:30-16:30.
Hrafnista Laugarás, Reykjavík
Laugardaginn 16. nóvember, kl. 11:00-15:00.
Hlaðgerðarkot, Mosfellsbæ
Laugardaginn 16. nóvember, kl. 13:00-14:00.
Reykjalundur, Mosfellsbæ
Laugardaginn 16. nóvember,, kl. 15:00-16:00.
Hjúkrunarheimilð Roðasalir, Kópavogi
Laugardaginn 16. nóvember, kl. 13:00-13:30.
Mörk, Reykjavík
Mánudaginn 18. nóvember, kl. 15:00-18:00.
Vík, Kjalarnesi
Mánudaginn 18. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund, Reykjavík
Mánudaginn 18. nóvember, kl. 15:00-18:00.
Sólvangur, Hafnarfirði
Þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 15:00-16:30.
Hrafnista á Sléttuvegi, Reykjavík
Þriðjudaginn 19. nóvember, kl. 15:30-17:30.
Seltjörn á Seltjarnarnesi
Miðvikudaginn 20. nóvember, kl. 15:00 -17:00.
Landspítalinn Grensásdeild, Reykjavík
Mánudaginn 25. nóvember, kl. 16:30 -18:00.
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi
Þriðjudaginn 26. nóvember, kl. 14:00-17:00.
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut
Miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 14:00-17:00.
Landspítalinn, Geðdeild, Háskólasjúkrahús Hringbraut
Miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 15:00-17:00.
Líknardeildin í Kópavogi
Föstudaginn 29. nóvember, kl. 15:00-16:30.
Ef þörf krefur verður einnig atkvæðagreiðsla á kjördag á eftirfarandi stöðum fyrir þá sem ekki gátu greitt atkvæði á ofangreindum tímasetningum:
Fangelsið á Hólmsheiði
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 - 11:00
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Fossvogi
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 - 12:30.
Landspítalinn Háskólasjúkrahús Hringbraut
Laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 - 12:00.
Landspítalinn, Geðdeild, Háskólasjúkrahús Hringbraut
Laugardaginn 30. nóvember kl. 12:30 - 13:00.
Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:
Akranesi - skrifstofu sýslumanns, Kirkjubraut 28, 2. hæð
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og kl. 9:00 - 14:00 á föstudögum.
Borgarnesi - skrifstofu sýslumanns, Bjarnarbraut 2
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og kl. 9:00 - 14:00 á föstudögum.
Búðardal – skrifstofu sýslumanns, Miðbraut 11
Þriðjudaga kl. 9:00 - 15:00 og fimmtudaga kl. 9:00 - 14:00.
Stykkishólmi - skrifstofu sýslumanns, Borgarbraut 2
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 15:00 og kl. 9:00 - 14:00 á föstudögum.
Snæfellsbæ - skrifstofu Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 15:30 og
föstudaga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 14:00.
Frá 18. nóvember er einnig hægt að kjósa á neðangreindum stað:
Grundarfirði - skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Borgarbraut 16
Alla virka daga kl. 10:00 - 14:00.
Vikuna 25. til 29. nóvember verður einnig hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal sem hér segir:
Mánudaginn 25. nóv., miðvikudaginn 27. nóv. og föstudaginn 29. nóv. nk. kl. 9:00 - 13:00.
Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum og í fangelsi í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi fer fram sem hér segir að neðan.
Á það er bent að kosning utan kjörfundar á greindum stöðum er einungis ætluð fyrir kjósendur sem þar dveljast;
Akranesi:
Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 10:00 - 13:00
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 13:00 - 14:00
Borgarnesi:
Dvalarheimilinu Brákarhlíð, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 9:30 - 12.00
Snæfellsbæ:
Af óviðráðanlegum orsökum hefur áður auglýstri atkvæðagreiðslu á Dvalarheimilinu Jaðri verið frestað til mánudagsins 25. nóvember kl. 11:00 - 13:00.
Grundarfjarðarbæ:
Fangelsinu Kvíabryggju, mánudaginn 25. nóvember nk. kl. 16:00 - 17:00
Dvalarheimilinu Fellaskjóli, þriðjudaginn 26. nóvember nk. kl. 15:00- 16:00
Stykkishólmi:
Systraskjóli / sjúkradeild HVE, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 15:15 - 16:15
Dalabyggð:
Dvalarheimilinu Silfurtúni, þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 15:15 - 16:15
Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, þriðjudaginn 19. nóvember nk. kl. 17:00 - 18:00
Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:
Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar við embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 30. nóvember 2024 hófst fimmtudaginn 7. nóvember sl.
Greiða má atkvæði á skrifstofum embættisins á almennum afgreiðslutíma á hverjum stað, sem hér segir:
Aðalstræti 92, Patreksfirði, kl. 9:30 - 12:00 og 13:00 - 15:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
Hafnarstræti 1, Ísafirði, kl. 9:30 - 15:00 en til kl. 13.30 á föstudögum.
Hafnarbraut 25, Hólmavík, kl. 9:00 - 13:00 en til kl. 12:00 á föstudögum.
Maríutröð 5a, Reykhólum, kl. 13:00 - 14:00 miðvikudaginn 20. nóvember.
Atkvæðagreiðsla á dvalar- og heilbrigðistofnunum fer fram sem hér segir:
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Barmahlíð á Reykhólum miðvikudaginn 20. nóvember kl. 13:00 - 14:00.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Borgarbraut 6-8, Hólmavík fimmtudginn 21. nóvember kl. 11:00 - 11:30.
Hjúkrunarheimilið Berg, Aðalstræti 20, Bolungarvík, mánudaginn 25. nóvember kl. 10:30 - 11:30.
Sjúkrahúsið, Torfnesi, Ísafirði, mánudaginn 25. nóvember kl. 13:00 - 14:00.
Hjúkrunarheimilið Eyri, Torfnesi, Ísafirði, mánudaginn 25. nóvember kl. 14:00 -15:00.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Tjörn, Þingeyri, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 10:00 - 11:00.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Stekkum 1, Patreksfirði, þriðjudaginn 26. nóvember kl. 10:30 -11:00.
Föstudaginn fyrir kjördag, 29. nóvember, verður opið til kl. 16:00 á öllum skrifstofum embættisins fyrir atkvæðagreiðsluna.
Á kjördag verður opið kl. 11:00 -15:00 á öllum skrifstofum fyrir þá kjósendur sem ekki geta sótt kjörfund.
Kjósandi getur sótt um að greiða atkvæði í heimahúsi ef hann á þess ekki kost að sækja kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.
Skylt er þeim sem greiða atkvæði utan kjörfundar að framvísa skilríkjum.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis þann 30. nóvember 2024 er hafin.
Greiða má atkvæði utan kjörfundar á kjörstöðum innan umdæmisins sem hér segir:
Blönduósi, aðalskrifstofu, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, virka daga, kl. 9:00 - 15:00.
Sauðárkróki, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, virka daga, kl. 9:00 - 15:00.
Hvammstanga, ráðhúsi Húnaþings vestra að Hvammstangabraut 5, Hvammstanga, mán - fimmtudaga kl. 10:00 - 14:00 og fös kl. 10:00 - 12:00.
Skagaströnd, stjórnsýsluhúsi að Túnbraut 1-3, Skagaströnd, mán - fimmtudaga kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00, föstudaga kl. 9:00 - 12:00.
Fimmtudaginn 28. nóvember nk. verður opið til kl. 18:00 á skrifstofum sýslumanns að Hnjúkabyggð 33, Blönduósi og Suðurgötu 1, Sauðárkróki. Á kjördag verður opið á báðum skrifstofum milli kl. 11:00 - 15:00.
Atkvæðagreiðsla á heilbrigðisstofnunum innan umdæmisins fer fram sem hér segir:
HSN Blönduósi, Flúðabakka 2, Blönduósi, fimmtudaginn 21. nóvember kl. kl. 15:15 - 17:00.
HSN Sauðárkróki, Sauðárhæðum, Sauðárkróki, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15:15 -17:00.
HVE Hvammstanga, Spítalastíg 1, Hvammstanga, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 14:00 - 16:00.
Sæborg Skagaströnd, Ægisgrund 14, Skagaströnd, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 15:15 - 17:00.
Atkvæðagreiðsla í heimahúsi:
Kjósandi, sem vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur hvorki sótt kjörfund né kosið utan kjörfundar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Skrifleg umsókn studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans skal hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember. Mælst er til að beiðnir þessa efnis berist kjörstjóra án ástæðulauss dráttar.
Ábyrgð á atkvæði:
Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra í umdæmi sýslumanns þar sem hann á ekki lögheimili. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá. Kjörstjóri annast póstsendingu atkvæðis að beiðni kjósanda. Allir kjósendur, sem greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag, bera sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu til skila.
Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini). Vakin er athygli á að unnt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna um land allt.
Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má fá á vefsíðunni www.kosning.is
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna kosninga til alþingis þann 30. nóvember 2024 er hafin og fer fram sem hér segir:
Akureyri, Strandgötu 16, (þjónustuhús vestan við Eimskip),
alla virka daga kl. 10:00 - 18:00. Um helgar kl. 11:00 - 15:00. Á kjördag kl. 10:00 - 17:00.Húsavík, Útgarði 1, mán. til fim. kl. 9:00 - 15:00, föstud. kl. 9:00 - 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 - 17:00 og um helgar kl. 10:00 - 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 - 12:00.Siglufjörður, Gránugötu 6, mán. til fim. kl. 9:00 - 15:00, föstud. kl. 9:00 - 14:00 og um helgar kl. 10:00 -13:00.
Frá 18. nóvember nk. er opið mán. til fös. kl. 9:00 - 17:00 og um helgar kl. 10:00 - 13:00. Á kjördag er opið kl. 10:00 - 12:00.Þórshöfn, Langanesvegi 2, virka daga frá kl.10:00 til 14:00.
Frá 18. nóvember nk. er opið mán. - fös. kl. 10:00 -17.00 og um helgar er opið kl. 10:00 til 13.00.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer einnig fram í samstarfi við sveitarfélögin:
Dalvíkurbyggð: Ráðhúsinu, 2. hæð, virka daga kl. 10:00 - 12:00.
Grýtubakkahreppur: Túngötu 3, Grenivík, þriðjudaga til fimmtudaga kl. 10:00 - 15:00.
Þingeyjarsveit: Stjórnsýsluhús Litlu-Laugum, miðvikudaga og föstudaga kl. 11:00 - 14:00.
Mývatnssveit: Íþróttamiðstöðinni í Reykjahlíð, fimmtudaga kl. 11-14.
Raufarhöfn: Skrifstofu Norðurþings, Aðalbraut 23, virka daga kl. 10:00 - 12:00, eða skv. samkomulagi.
Kópasker: Skrifstofu Norðurþings, Bakkagötu 10, dagana 15., 27. og 29. nóvember kl. 10:00 - 16:00.
Hrísey: Skrifstofu Akureyrarbæjar, Hlein, virka daga kl. 10:00 - 12:00.
Grímsey: Skrifstofu kjörstjóra, Önnu Maríu Sigvaldadóttur, skv. samkomulagi.
Atkvæðagreiðsla á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum:
Akureyri og nágrenni:
Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð, þriðjudaginn 19. nóvember, frá kl. 13:00.
Öldrunarheimilið Hlíð, fimmtudaginn 21. nóvember, frá kl. 13:00.
Kristnesspítali, þriðjudaginn 26. nóvember, frá kl. 13:00.
Sjúkrahúsið á Akureyri, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 11:00.
Hafi sjúklingi á Sjúkrahúsinu á Akureyri verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 12:00 til 12:30.
Húsavík:
Dvalarheimilið Hvammur, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 10:30 - 12:00.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10:30.
Þórshöfn:
Dvalarheimilið Naust, þriðjudaginn 19. nóvember, frá kl. 14:00.
Siglufjörður:
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, fimmtudaginn 28. nóvember frá kl. 13:00
Ólafsfjörður:
Hornbrekka heimili aldraðra, miðvikudaginn 27. nóvember, frá kl. 13:00
Dalvík:
Dvalarheimilið Dalbær, miðvikudaginn 20. nóvember frá kl. 12:30
Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar á skrifstofum embættisins frá og með 15. nóvember 2024 sem hér segir:
Egilsstaðir, Lyngás 15, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
Á kjördag frá kl. 10:00-14:00.Eskifjörður, Strandgata 52, virka daga frá kl. 9:00-17:00. Um helgar frá 10:00-13:00.
Seyðisfjörður, Bjólfsgata 7, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14.00. Á kjördag frá kl. 14:00-16:00.
Vopnafjörður, Lónabraut 2, mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00 en föstudaga kl. 9:00-14:00. Um helgar frá 10:00-13:00. Á kjördag frá kl. 11:00 – 14:00.
Hægt verður að kjósa á skrifstofu sveitarfélagsins Múlaþings á Djúpavogi og á Borgarfirði eystri frá og með mánudeginum 18. nóvember 2024 til og með 29. nóvember 2024 sem hér segir:
Djúpivogur, Bakka 1, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
Borgarfjörður eystri – Hreppstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00 en föstudaga kl. 10:00-12:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Unnt er að framvísa rafrænu ökuskírteini.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi á sjúkrastofnunum innan umdæmisins fer fram sem hér segir:
Föstudaginn 22. nóvember 2024
Hjúkrunarheimilið Fossahlíð, Suðurgötu 8 Seyðisfirði frá kl. 15:00-16:00.Mánudaginn 25. nóvember 2024.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Uppsalir, Fáskrúðsfirði frá kl. 9:30-10:30
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hulduhlíð, Eskifirði frá kl. 11:15-12:15
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað, frá kl.14:00-15:00Þriðjudaginn 26. nóvember 2024
Hjúkrunarheimilið Sundabúð, Vopnafirði frá kl.15:15-16:15Miðvikudaginn 27. nóvember 2024
Hjúkrunarheimilið Dyngja, Egilsstöðum frá kl. 10:30-11:30
Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 3. tl., 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.112/2021. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag, sbr. 4.tl. 2. mgr. 69. gr. kosningalaga nr.121/2021.
Umsókn um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, skal berast eigi síðar en fimmtudaginn 28. nóvember kl. 10:00.
Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar, sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Nægjanlegt er að koma utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.
Allar almennar upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á www.kosning.is.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst þann 7. nóvember.
Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins á Suðurlandi á opnunartíma sýsluskrifstofa, kl. 9:00-15:00.
Skrifstofur embættisins eru á eftirtöldum stöðum:
Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði
Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal
Austurvegi 6, Hvolsvelli
Hörðuvöllum 1, Selfossi
Afgreiðslutími utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum embættisins verður lengdur síðustu tvær vikur fyrir kosningar sem hér segir:
Hafnarbraut 36, Höfn í Hornafirði
25. – 27. nóvember. Opið kl. 9:00-16:00.
28. – 29. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00.
Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal
25. – 28. nóvember. Opið kl. 09:00 - 16:00.
29. nóvember. Opið kl. 09:00 – 17:00.
Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-13:00.
Austurvegi 6, Hvolsvelli
25. – 28. nóvember. Opið kl. 9:00-16:00.
29. nóvember. Opið kl. 9:00-18:00.
Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-14:00.
Hörðuvöllum 1, Selfossi
18. – 22. nóvember. Opið kl. 9:00-17:00.
Laugardaginn 23. nóvember. Opið kl. 10:00-12:00.
25. – 28. nóvember. Opið kl. 9:00-18:00.
29. nóvember. Opið kl. 9:00-20:00.
Kjördag, laugardaginn 30. nóvember. Opið kl. 10:00-15:00.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á eftirtöldum stöðum í umdæminu, auk skrifstofa embættisins:
Á skrifstofu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Opnunartími kl. 9:00-12:00 og kl. 13:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga, föstudaga kl. 9:00-13:00.
Á skrifstofu Hveragerðisbæjar við Breiðumörk, Hveragerði. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-15:00 og föstudaga kl. 10:00-12:00.
Á skrifstofu Hrunamannahrepps, Akurgerði 6, Flúðum. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 9:00-15:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.
Á skrifstofu Bláskógabyggðar 2. hæð í Aratungu, Reykholti. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 8:30-16:00, föstudaga kl. 8:30-12:30.
Á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, Kirkjubæjarklaustri. Opnunartími mánudaga til fimmtudaga kl. 10:00-14:00, föstudaga kl. 9:00-12:00.
Á heimili Pálínu Þorsteinsdóttur að Svínafelli 1 Suðurbæ, Öræfum. Opnunartími eftir samkomulagi. Sími 478 1760 og 894 1765.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í heimahúsi
Þeir sem eiga ekki heimangengt að greiða atkvæði á kjörstað á kjördag vegna sjúkdóms eða fötlunar, skulu skila beiðni um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi til embættisins, eigi síðar en kl. 10:00, fimmtudaginn 28. nóvember nk.
Umsóknir óskast sendar á netfangið sudurland@syslumenn.is eða lagðar fram á skrifstofum embættisins.
Ábyrgð á atkvæði
Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra í umdæmi sýslumanns þar sem hann á ekki lögheimili. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá. Kjörstjóri annast póstsendingu atkvæðis að beiðni kjósanda. Allir kjósendur, sem greiða atkvæði utan kjörfundar á kjördag, bera sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu til skila.
Frekari upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má nálgast á www.kosning.is.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum og fangelsum í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi, fer fram sem hér segir:
Selfoss og nágrenni:
Fangelsið Litla Hrauni, Eyrarbakka mánudaginn 18. nóvember kl. 10:00-11:00.
Dvalarheimilið Sólvellir, Eyrarbakka mánudaginn 18. nóvember kl. 12:00-13:00
Heilsustofnun NLFÍ þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10:00-12:00.
Sólheimar í Grímsnesi þriðjudaginn 19. nóvember kl. 13:00-14:00.
Fangelsið Sogni, Ölfusi miðvikudaginn 20. nóvember kl. 11:00-12:00.
Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili, Hverahlíð 20, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 13:00-15:00.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi,
sjúkra- og hjúkrunardeildir föstudaginn 29. nóvember 10:00-12:00.
Móberg, hjúkrunarheimili, föstudaginn 29. nóvember kl. 13:15-15:00.
Hella:
Lundur, hjúkrunar- og dvalarheimili þriðjudaginn 19. nóvember kl. 10:00-12:00.
Hvolsvöllur:
Kirkjuhvoll, hjúkrunar- og dvalarheimili miðvikudaginn 20. nóvember kl. 10.00-12:00.
Vík:
Hjallatún, hjúkrunar- og dvalarheimili fimmtudaginn 21. nóvember kl. 10.30-11:30.
Kirkjubæjarklaustur:
Klausturhólar, hjúkrunar- og dvalarheimili fimmtudaginn 21. nóvember kl. 14.00-15:00.
Höfn:
Skjólgarður, hjúkrunarheimili mánudaginn 25. nóvember kl. 13:00-14:00.
Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.
Atkvæðagreiðsla á kjördag í samræmi við 6. og 7. gr. reglugerðar nr. 446/2024
Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Selfossi, kl. 10:00-11:00.
Fangelsið Litla-Hrauni, Eyrarbakka, kl. 12:00-12:30.
Fangelsið Sogni, Ölfusi, kl. 13:00-13:20.
Atkvæðagreiðslan er ætluð þeim sem dvelja á framangreindum stofnunum og gátu ekki greitt atkvæði á fyrir fram auglýstum tíma.
Heimilt er að fella niður atkvæðagreiðsluna ef fyrir liggur, eftir samráð fyrirsvarsmanna ofangreindra fangelsa/stofnunar og kjörstjóra, að ekki sé þörf á atkvæðagreiðslunni.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga hófst þann 7. nóvember næstkomandi.
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15.
Afgreiðslutími er sem hér segir:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 9:15 - 15:00.
Föstudaga kl. 9:15 - 14:00.
Síðustu viku fyrir kosningar verður afgreiðslutími lengdur sem hér segir:
Mánudag 25. nóvember - föstudag 29. nóvember: kl. 9:15 - 17:00.
Laugardag 30. nóvember, kjördag : kl. 10:00 - 14:00.
Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrastofnunum í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum fer fram sem hér segir:
Fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
Föstudaginn 29. nóvember kl. 14:00 á sjúkradeild HSu í Vestmannaeyjum.
Atkvæðagreiðslan er einungis ætluð þeim sem dvelja á viðkomandi stofnunum.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hófst á skrifstofu sýslumannsins á Suðurnesjum að Vatnsnesvegi 33, Reykjanesbæ þann 7. nóvember nk.
Unnt verður að greiða atkvæði alla virka daga frá klukkan 08:30 til 19:00 og á laugardögum frá klukkan 10:00 til 14:00.
Á kjördag, 30. nóvember, verður opið fyrir kosningu hjá sýslumanni frá klukkan 10:00 til 14:00, en þann dag verða kjósendur sjálfir að koma atkvæði sínu til skila.
Einnig má kjósa utan kjörfundar á sveitarstjórnarskrifstofunni í Garði, frá og með 11. nóvember, á afgreiðslutíma skrifstofunnar, sjá nánar á heimasíðu Suðurnesjabæjar.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á sjúkrahúsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra í umdæminu fer fram dagana 25. til 27. nóvember nk. skv. neðangreindu:
Nesvellir, þann 25. nóvember 2024, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Njarðarvöllum 2, 260 Reykjanesbæ.
Hlévangur, þann 26. nóvember 2024, frá klukkan 13:00 til 15:00 að Faxabraut 13, 230 Reykjanesbæ.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þann 27. nóvember 2024, frá kl. 13:00 til 15:00 að Skólavegi 6, 230 Reykjanesbæ.
Hafi sjúklingi á HSS verið ómögulegt að greiða atkvæði á ofangreindum tíma, gefst honum kostur á að greiða atkvæði á stofnuninni á kjördag, 30. nóvember, frá klukkan 14:00 til l4:30.
Kjósandi, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, getur óskað þess að greiða atkvæði í heimahúsi. Umsókn studd vottorði þarf að hafa borist sýslumanni eigi síðar en kl. 10:00 þann 28. nóvember 2024.
Kjósendur skulu framvísa gildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, vegabréfi eða nafnskírteini).
Kjósandi getur sótt um að greiða atkvæði í heimahúsi ef hann getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun.
Umsókn þarf að berast kjörstjóra fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 28. nóvember 2024 vegna alþingiskosninga þann 30. nóvember 2024. Tekið er á móti slíkum umsóknum á kjörstöðum og skrifstofum sýslumanna, þá má einnig senda þær í tölvupósti á netfang viðkomandi sýslumanns.
Hvort sem umsókn berst á pappír eða með tölvupósti þarf hún að vera skrifleg, þ.e. undirritun umsækjanda og votta skulu vera handskrifuð. Sé umsókn send með tölvupósti skal senda afrit af handskrifaðri umsókn með sem viðhengi.
Þeir sem fyrirsjáanlega þurfa að óska eftir að fá að greiða atkvæði í heimahúsi eru hvattir til að skila beiðni inn tímanlega.