Umsóknir til löggildingar fasteigna- og skipasala orðnar rafrænar
20. október 2021
Umsóknir tengdar löggildingu fasteigna- og skipasala eru nú orðnar rafrænar.
Hægt er að ganga frá umsóknum tengdum löggildingu til fasteigna- og skipasala með rafrænum hætti á Ísland.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með löggildingu fasteigna- og skipasala á landsvísu og hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skilyrði sem þarf að uppfylla og fylgigögn á Ísland.is.
Hvað hefur breyst?
Greiðsla fyrir leyfisgjaldi fer nú fram með greiðslukorti.
Búsforræðisvottorð er sótt sjálfvirkt og því þarf ekki að sækja það til Héraðsdómsstóls.
Fylgiskjölum hefur fækkað t.a.m. vottorð um vinnutíma sem löggildur fasteingasali þarf að staðfesta fyrir umsækjanda er nú hægt að skila rafrænt
Fylgiskjöl krefjast ekki lengur undirritunar eða útprentunar.
Beiðni um endurnýjun er einnig rafræn.
Hægt er uppfæra skráningu hjá sýslumanni með rafrænum hætti.
Stafrænum umsóknum heldur áfram að fjölga hjá embættum sýslumanna og eru þær liður í að mæta mikilli aukningu í stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslulausnum.
Öll afgreiðsla verður því notendavænni og þjónustan sækir nauðsynleg gögn með stafrænum hætti.
Mynd: Birgir Þór Harðarson