Fara beint í efnið

Umsóknir til löggildingar fasteigna- og skipasala orðnar rafrænar

20. október 2021

Umsóknir tengdar löggildingu fasteigna- og skipasala eru nú orðnar rafrænar.

Fasteignir

Hægt er að ganga frá umsóknum tengdum löggildingu til fasteigna- og skipasala með rafrænum hætti á Ísland.is. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur umsjón með löggildingu fasteigna- og skipasala á landsvísu og hægt er að nálgast frekari upplýsingar um skilyrði sem þarf að uppfylla og fylgigögn á Ísland.is.

Hvað hefur breyst?

  • Greiðsla fyrir leyfisgjaldi fer nú fram með greiðslukorti.

  • Búsforræðisvottorð er sótt sjálfvirkt og því þarf ekki að sækja það til Héraðsdómsstóls.

  • Sakavottorð er sótt sjálfvirkt til Ríkissaksóknara.

  • Fylgiskjölum hefur fækkað t.a.m. vottorð um vinnutíma sem löggildur fasteingasali þarf að staðfesta fyrir umsækjanda er nú hægt að skila rafrænt

  • Fylgiskjöl krefjast ekki lengur undirritunar eða útprentunar.

  • Beiðni um endurnýjun er einnig rafræn.

  • Hægt er uppfæra skráningu hjá sýslumanni með rafrænum hætti.


Stafrænum umsóknum heldur áfram að fjölga hjá embættum sýslumanna og eru þær liður í að mæta mikilli aukningu í stafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslulausnum.
Öll afgreiðsla verður því notendavænni og þjónustan sækir nauðsynleg gögn með stafrænum hætti.

Mynd: Birgir Þór Harðarson


Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15