Fara beint í efnið
Sýslumenn Forsíða
Sýslumenn Forsíða

Sýslumenn

Stafræn stæðiskort tilnefnd til SVEF verðlauna

12. mars 2024

Stafræn stæðiskort hafa fengið tilnefningu til SVEF verðlauna (íslensku vefverðlaunin) bæði fyrir besta samfélagsvefinn og bestu stafrænu lausnina

Stæðiskort

Sýslumenn opnuðu fyrir stafræna umsókn stæðiskorta árið 2023 og þurfa hreyfihamlaðir einstaklingar ekki lengur að koma til sýslumanns til að sækja um kort og skila inn passamynd. Þau þurfa aðeins eina heimsókn til heimilislæknis sem metur hversu langan tíma viðkomandi þarf á stæðiskorti að halda og sendir vottorð með þeim upplýsingum stafrænt í kerfi sýslumanna, þegar því er lokið fer umsækjandi inn á Ísland.is og sækir um stæðiskort.

Núna er ferlið svona:
  • Læknir staðfestir þörf á stæðiskorti og sendir læknisvottorð rafrænt til sýslumanns (á við bæði þegar sótt er um í fyrsta sinn og við endurnýjun)

  • Í framhaldinu skráir umsækjandi sig inn með rafrænum skilríkjum og fyllir út umsókn um stæðiskort.

  • Ef sótt er um fyrir barn velur forsjáraðili það barn sem um ræðir og heldur umsóknarferli áfram, alltaf þarf að hlaða inn mynd af barni.

  • Aðrir geta valið að hlaða inn mynd eða nýtt gæðamerkta mynd úr ökuskírteinakerfi.

  • Umsækjendur velja svo hvort þeir vilji fá kortið sent heim eða sækja á valda skrifstofu sýslumanna.

Sjá nánar hér: https://www.svef.is/winners/tilnefningar-2023/

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15