Ökukennarar með starfsleyfi
7. nóvember 2025
Listi yfir ökukennara með starfsleyfi

Nú geta þeir sem hyggjast hefja ökunám auðveldlega fundið ökukennara með gilt starfsleyfi hvar sem er á landinu.
Sýslumenn hafa birt nýjan leitarlista þar sem hægt er að fletta upp virkum ökukennurum eftir nafni og/eða staðsetningu.
Listinn sýnir aðeins kennara með gilt starfsleyfi samkvæmt reglugerð um löggildingu ökukennara og er uppfærður reglulega.
Með þessu geta nemendur og foreldrar tryggt að valinn ökukennari hafi gilt leyfi og starfi í samræmi við gildandi reglur.