Innleiðing stafrænna forma(rafrænna eyðublaða) hjá sýslumönnum
10. mars 2020
Dómsmálaráðuneytið hefur undanfarið unnið með verkefnastofunni um stafrænt Ísland, sýslumönnum og forriturum að því markmiði að bæta þjónustu sýslumanna með auknu framboði stafrænna forma.
Dómsmálaráðuneytið hefur undanfarið unnið með verkefnastofunni um stafrænt Ísland, sýslumönnum og forriturum að því markmiði að bæta þjónustu sýslumanna með auknu framboði stafrænna forma.
Stafræna formið sem verið er að innleiða verður fyrst um sinn á svonefndu PDF-formi, þar sem m.a. verður boðið upp á stafrænar staðfestingar (rafrænar undirskriftir) og skil á nauðsynlegum fylgigögnum. Eftir að formið hefur verið fyllt út og staðfest mun það sendast í málaskrárkerfi sýslumanna og mál stofnast með sjálfvirkum hætti. Í framhaldinu fær málshefjandi senda sjálfvirka staðfestingu í pósthólfið á Ísland.is um móttöku erindisins og hvaða sýslumaður hefur fengið það til úrlausnar.
Um er að ræða fyrsta skref í gagn- og sjálfvirkum samskiptum almennings við sýslumenn sem vonir standa til að muni með tímanum bæta verulega stafræna þjónustuna hins opinbera gagnvart almenningi.
Stafræna formið verður innleitt í áföngum og mun birtast á vefjunum www.island.is og www.syslumenn.is. Almenningur er hvattur til að kynna sér framangreinda vefi og velja merkið „Stafrænt form“ kjósi þeir að skila erindunum inn með þeim hætti.
Vakin skal athygli á því að erfitt kann að reynast að nota stafræna formið í vöfrum af gerðinni Internet Explorer.