Endurbættur vefur Lögbirtingablaðs
19. janúar 2026
Nýr og endurbættur vefur Lögbirtingablaðs hefur verið tekinn í notkun

Nýr og endurbættur vefur Lögbirtingablaðs hefur verið tekinn í notkun. Vefurinn hefur fengið uppfært vefviðmót sem miðar að bættri framsetningu efnis, eykur skýrleika og er þægilegri í notkun.
Leiðbeiningar og kynningarefni um helstu virkni og breytingar á vefnum má nálgast á vef Lögbirtingablaðs.
Lögbirtingablað er gefið út af Sýslumanninum á Suðurlandi í umboði Dómsmálaráðuneytisins.
Vefur Lögbirtingablaðs er aðgengilegur á www.logbirtingablad.is.