Breyting á afhendingarmáta vegabréfa
15. desember 2021
Nýútgefin vegabréf ekki lengur send heim
Frá og með 1. janúar 2022 mun Þjóðskrá ekki senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þurfa einstaklingar því að sækja þau á skrifstofur sýslumannaembætta eða til Þjóðskrár.
Breyting þessi er tilkomin vegna athugasemda Persónuverndar um sendingar vegabréfa með almennum bréfpósti. Einnig kemur fram á vef Þjóðskrár að einstaklingar munu áfram geta fengið vegabréf sín send heim ef að búseta er erlendis og verða þau þá send á uppgefið heimilisfang erlendis með rekjanlegum pósti.