Ánægja eykst með þjónustu sýslumanna
13. mars 2024
Niðurstöður ánægjukönnunar Gallup 2023
Niðurstöður könnunar Gallup á ánægju með þjónustu sýslumanna 2023 sýna að almennt er borið mikið traust til sýslumanna og ánægja er með þjónustu þeirra en ríflega helmingur landsmanna hefur nýtt sér þjónustu sýslumanna á sl. 12 mánuðum.
Helstu framfarir frá síðustu könnun eru:
Orðið hefur sérstaklega mikil bæting með ánægju vegna vegabréfa meðal notenda þjónustunnar.
Ánægja hefur aukist í fjölskyldumálum
6 af 10 bera mikið traust til sýslumanna en sýslumenn eru meðal þeirra fimm efstu stofnanna ríkisins sem landsmenn bera mest traust til.
Könnunina í heild sinni má sjá hér.