Fara beint í efnið
Stafrænt Ísland Forsíða

Stafrænt Ísland

Fréttabréf febrúar 2023

20. febrúar 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands febrúar 2023.

Ad veikjast-hetjumynd

Janúar metmánuður hjá Ísland.is 

Landsmenn eru farnir að venja komu sína á Ísland.is til að sækja um opinbera þjónustu og afla sér upplýsinga. Stofnanir eru í auknu mæli að flytja þjónustu sína alfarið inn á Ísland.is með flutning á vefsvæði, tengingu gagna við Mínar síður Ísland.is og með því að nýta umsóknarkerfi Ísland.is svo eitthvað sé nefnt. Eðlilegt er að heimsóknum fjölgi en janúar fór þó langt umfram væntingar. Meðfylgjandi er að finna dæmi um aukningu á nokkrum af þjónustum Ísland.is milli mánaða:

  • Ísland.is - 32% auking á flettingar sem fóru yfir 1,3 milljónir.

  • Ísland.is appið - 15% aukning í notkun en notendum fjölgaði um 10%.

  • Stafræna pósthólfið - 22% aukning á lestri skjala.

  • Stafrænt fæðingarorlof - 85% umsókna stafrænar.


Að veikjast - nýr lífsviðburður á Ísland.is 

Tilgangur Ísland.is er að einfalda aðgengi borgara að opinberri þjónustu og koma fólki beint að efninu. Sem liður í því er unnið markvisst að því að taka saman upplýsingar um lífsviðburði og gera aðgengilegar á einum stað.

Að veikjast - lífviðburður


Vegabréfsupplýsingar í Ísland.is appinu

Frá fyrstu útgáfu Ísland.is appsins hefur upplýsingum og þjónustu verið bætt við í takti við óskir notenda. Meðal þeirra þæginda sem bæst hafa við eru vegabréfsupplýsingar sem upplýsingar um fasteignir og ökutæki. Appið einfaldar sömuleiðis aðgengi að Stafræna pósthólfi einstaklinga.

Nýtt í Ísland.is appinu


Velkomin Fjársýsla ríkisins 

Fjársýslan hefur verið öflugur samstarfsaðili Stafræns Íslands og reynst mikill liðsstyrkur í þróun og upplýsingagjöf bæði á Ísland.is og „Mínum síðum" Ísland.is. Nú hefur Fjársýslan flutt vef sinn á Ísland.is og bjóðum við þau hjartanlega velkomin.

Nýr vefur Fjársýslunnar


Velkomið Embætti landlæknis

Embætti landlæknis er áttunda stofnunin til að flytja vef sinn á Ísland.is en með embættinu kemur mikil sérfræðiþekking sem mun styrkja Ísland.is til muna og bæta upplýsingagjöf til landsmanna.

Nýr vefur Embættis landlæknis


Velkomin Heilbrigðisstofnun Suðurlands

HSU er níunda stofnunin til að flytja vef sinn á Ísland.is og önnur í röðinni af heilbrigðisstofnunum landsins. Þekkingin sem fylgir HSU mun bæta upplýsingagjöf til landsbyggðarinnar sem og landsmanna allra.

Nýr vefur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands


Stafræna spjallið - Ísland.is appið og stafræn skírteini 

Hátt í þriðjungur þjóðarinnar hefur sótt sér Ísland.is appið sem gerir landsmönnum kleift að hafa ríkið í vasanum. En hvað er að finna í Ísland.is appinu og hvernig virka þessi stafrænu skírteini?


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Birting á fasteignasalaskrá á Ísland.is

  • Birting á lögmannaskrá á Ísland.is

  • Birting á upplýsingum um vegabréf barna í Ísland.is appinu

  • Eigendaskipti ökutækis

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Greiðsluáætlun um opinber gjöld fyrir fyrirtæki

  • Mínar síður: Námsferilsyfirlit brautskráðra frá Háskóla Íslands

  • Panta skráningarnúmer ökutækis

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar

  • Rafræn þinglýsing á afsali fasteigna

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Skráning leiðbeinanda fyrir æfingaakstur

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Umboðskerfi - sýna sögu innskráninga

  • Umsókn um ES kortið

  • Umsókn um starfsvottorð ríkisins

  • Umsókn um rekstarleyfi veitinga og gististaða

  • Umsókn um ökuritakort

  • Vefur Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Ísland.is

  • Vefur Ríkiskaupa á Ísland.is

  • Vefur Sjúkrahúsins á Akureyri á Ísland.is