Fara beint í efnið

25. janúar 2023

Með ríkið í vasanum - Nýtt í Ísland.is appinu

Bætt þjónusta í nýrri útgáfu af Ísland.is appinu í takti við óskir notenda.

skirteini

Hluti af því að veita góða þjónustu er að koma til móts við notendur en dæmi um slíkt er Ísland.is appið. Ljóst þykir að appið komi sér vel fyrir landsmenn því frá því fyrsta útgáfa var gefin um mitt ár 2021 hafa um 80 þúsund manns sótt sér appið og fer sá fjöldi ört vaxandi.

Sífellt bætist gögn í Ísland.is appið með það að markmiði að einfalda líf fólks en á dögunum bættist við ýmsar upplýsingar sem gagnast einstaklingum í lífi og starfi.

Í Ísland.is appinu er nú að finna:

  • Fasteignir notanda

  • Ökutæki notanda

  • Upplýsingar um fjölskyldu

  • Upplýsingar um vegabréf

Birting og uppfærsla á símanúmeri, netfangi og bankareikningi sem notandi nýtir í samskiptum við opinberar stofnanir.

Fyrir var að finna Stafræna pósthólfið og ýmis skírteini og réttindi svo sem stafrænt ökuskírteini, vinnuvélaréttindi, ADR réttindi og skotvopnaleyfi. Þá geta umsækjendur t.a.m. fæðingarorlofs fylgst með stöðu umsóknar í Ísland.is appinu.

Fjöldi stofnana kemur að birtingu gagna og þessari auknu þjónustu sem er að finna í Ísland.is appinu.

Það má með sanni segja að Ísland.is appið sé vasaútgáfa Íslendinga að eigin upplýsingum.

Nánari upplýsingar um Ísland.is appið á Ísland.is/app