Fara beint í efnið
Skipulagsstofnun Forsíða
Skipulagsstofnun Forsíða

Skipulagsstofnun

Tilkynningarferli

Framkvæmdir í flokki B í 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana þarf að tilkynna til Skipulagsstofnunar sem metur í hverju tilviki hvort þær skuli háðar umhverfismati. Það sama á við þegar fyrirhuguð framkvæmd er undir viðmiðunarmörkum sem tilgreind eru í viðaukanum, en er á verndarsvæði. Ferli við ákvörðun um matsskyldu fyrir tilkynningarskyldar framkvæmdir er eftirfarandi:

  • Framkvæmdaraðili sendir tilkynningu um framkvæmd til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun í hverju tilviki hvort framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

  • Í tilkynningu gerir framkvæmdaraðili grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd, staðsetningu og helstu mögulegu áhrifum hennar og óskar eftir að stofnunin taki ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati.

  • Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila eftir eðli máls hverju sinni, svo sem til leyfisveitenda eða fagstofnana. Framkvæmdaraðila er gefinn kostur á að bregðast við umsögnum áður en Skipulagsstofnun tekur ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð umhverfismati. Ákvörðun stofnunarinnar er auglýst, birt á Skipulagsgátt og kynnt á vef Skipulagsstofnunar.

Ef ákveðið er að framkvæmdin þurfi umhverfismat, hefur framkvæmdaraðili umhverfismatsferli.

Ákvarðanir Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda í flokki B má nálgast í gagnagrunni umhverfismats.

Leiðbeiningar

Leiðbeiningar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Skipulagsstofnun

Hafa samband

Sími 595 4100
skipulag@skipulag.is

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 16
Föstudaga: 9 til 13

Borg­ar­túni 7b

105 Reykjavík
Kennitala: 590269 - 5149

Samfé­lags­miðlar

Facebook
Instagram