Fara beint í efnið

Þjónusta aukin við aldraða í heimahúsum

19. nóvember 2021

Markmiðið að styðja við búsetu aldraðra í heimahúsum og minnka álag á bráðamóttöku Landspítala

Sjukratryggingar-heldriborgarar

Sjúkratryggingar og Reykjavíkurborg hafa samið um útvíkkun á þjónustutíma öldrunarteymisins SELMU og styrkingu heimahjúkrunar í höfuðborginni. SELMA er sérhæft, hreyfanlegt öldrunarteymi sem sett var á fót síðasta vetur til að styrkja þjónustu heimahjúkrunar þegar upp koma skyndileg veikindi eða heilsufar versnar.

Teymið samanstendur af læknum og hjúkrunarfræðingum. Með þjónustu teymisins er dregið úr þörf skjólstæðinga heimahjúkrunar fyrir innlögn á sjúkrahús og þannig minnkar það álag sem er á Landspítala. Samhliða þessu verða innviðir heimahjúkrunar styrktir til að geta sinnt aukinni í eftirfylgd eftir vitjanir og ráðgjöf SELMU teymis. Jafnframt verður velferðartækni nýtt í auknum mæli í þeim tilgangi að styðja við búsetu fólks í heimahúsi.

SELMU teymið verður nú á vakt til kl. 20 alla virka daga og starfar um helgar Þjónusta SELMU teymisins verður aukin með breytingunni og verða hjúkrunarfræðingar og læknar teymisins nú á vakt til kl. 20 alla virka daga en þeir voru til kl. 17 áður. Einnig mun teymið framvegis verða starfrækt um helgar og veita þjónustu í samvinnu við heimahjúkrun Reykjavíkur frá kl. 10-16 á laugardögum og sunnudögum.

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands: „Aukin þjónusta heimavið í gegnum SELMU teymið miðar að því að efla sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heimahúsum í Reykjavík og styðja þannig við búsetu fólks á eigin heimili. Þessi aukna þjónusta í heimahúsum dregur úr þörf skjólstæðinga heimahjúkrunar fyrir heimsóknir.“