Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Þessi frétt er meira en árs gömul

Samningar við læknastofur

15. janúar 2022

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Orkuhúsið um að útvega lækna og hjúkrunarfræðinga til að starfa á Landspítala og styðja þannig við þjónustu spítalans á krefjandi tímum. Verkefnið hefst næsta mánudag, 17da janúar.

Sjúkratryggingar lógó

Þessi liðstyrkur frá Orkuhúsinu kemur til viðbótar við starfsfólk frá Klíníkinni í Ármúla sem þegar er að störfum á Landspítala samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar. Unnið er að frekari útvíkkun verkefnisins í samstarfi við fleiri læknastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. 

Sjúkratryggingar þakka viðsemjendum sínum frábært samstarf.