Fara beint í efnið

Nýtt farsóttarhús opnar fyrir helgina

11. nóvember 2021

Rekstur farsóttarhúsa er mikilvægur liður í því að hefta útbreiðslu núverandi smitbylgju í faraldrinum og draga þannig úr álagi á sjúkrahúsum.

Sjúkra - deco2

Í ljósi fjölgunar smita var Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) í gær falið að útvega fleiri rými til einangrunar þeirra sem þurfa á einangrun að halda vegna covid sýkingar og hafa ekki möguleika á einangrun annars staðar. Samningar um slík úrræði liggja nú fyrir og nýtt farsóttarhús mun opna við Suðurlandsbraut fyrir helgina enda fyrirséð að farsóttarhúsin við Rauðarárstíg muni ekki lengur anna þörfinni. 

Um er að ræða Reykjavík Lights hótel, 105 herbergja hótel við Suðurlandsbraut 12. Sjúkratryggingar hafa samhliða samið við Rauða Krossinn um að annast þjónustu við gesti hins nýja farsóttarhús.

Rekstur farsóttarhúsa er mikilvægur liður í því að hefta útbreiðslu núverandi smitbylgju í faraldrinum og draga þannig úr álagi á sjúkrahúsum.