Nýr samningur við tannlækna
16. júlí 2021
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa gert nýjan samning við tannlækna sem tekur til nauðsynlegra tannlækninga, annarra en tannréttinga, vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma.
Jafnframt hefur reglugerð um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar verið breytt. Breytingarnar taka gildi 15. júlí nk.
SÍ munu nú greiða 50% af kostnaði skv. umsaminni gjaldskrá en greiddu áður 80% kostnaðar miðað við gjaldskrá frá árinu 2014. Við breytingarnar mun greiðsluþátttaka SÍ í kostnaðinum að jafnaði hækka um og yfir 100%.
Sjá einnig vef heilbrigðisráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=e5cf150d-33a7-11e6-80c7-005056bc217f&newsid=2db1305f-e629-11eb-813d-005056bc8c60