Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Covid – 19: Aukið aðgengi að hraðprófum með kostnaðarþátttöku ríkisins

17. september 2021

Ráðherra hefur ákveðið með reglugerð að sjúkratryggingar taki þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september.

Sjúkratryggingar lógó

Þau skilyrði eru gerð til fyrirtækja sem senda Sjúkratryggingum Íslands reikning fyrir slíkum prófum að fyrir liggi staðfesting landlæknis á því að fyrirtækið uppfylli faglegar kröfur, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 415/2004 með síðari breytingum.

Markmiðið er að auka aðgengi almennings að hraðprófum notendum að kostnaðarlausu.

Sjá nánar á stjornarradid.is 

Reglugerð 
Gjaldskrá