Breytt ISO númer vegna hjálpartækja samhliða endurskoðaðri reglugerð
17. september 2021
Sjúkratryggingar Íslands vekja athygli á því að ný reglugerð vegna hjálpartækja nr. 760/2021 tók gildi 1.júlí sl. og hefur verið unnið að því að uppfæra ISO númer í Gagnagátt og Sögu. Sú vinna er nú á lokametrunum og verður lokað fyrir eldri ISO númer 30. september nk.
Í reglugerðinni er flokkunarkerfi hjálpartækja EN ISO9999:2002 uppfært í 2016 útgáfu staðalsins (EN ISO9999:2016)
Í einhverjum tilfellum hafa því orðið breytingar á ISO númerum og/eða ISO heitum auk þess sem að styrkupphæðir hafa í flestum tilfellum tekið breytingum.
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=39628d9f-4154-446c-a197-801abb317852