Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Gæðastefna Sjúkratrygginga

15. desember 2025

Ný gæðastefna Sjúkratrygginga samþykkt

Gæðastefna Sjúkratrygginga nær til allrar starfsemi stofnunarinnar og er leiðarljós í daglegum störfum. Markmið hennar er að tryggja faglega, skilvirka og áreiðanlega þjónustu til einstaklinga og samstarfsaðila, í samræmi við lög, reglur og góða stjórnsýsluhætti.

Starfsfólk skal þekkja gæðastefnu og gæðahandbók Sjúkratrygginga og haga störfum sínum í samræmi við þær. Starfsfólk tekur virkan þátt í gæðastarfi og skuldbindur sig til að starfa af fagmennsku, heilindum og hlutleysi, gæta þagnarskyldu og stuðla að því að gæði og úrlausnarhraði allra verkefna séu eins og best verður á kosið.

Stjórnendur Sjúkratrygginga tryggja næg og viðeigandi úrræði – hvort heldur tæknileg eða í formi mannauðar – til að leysa lögbundin verkefni. Þeir tryggja jafnframt að starfsfólk fái þá þjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er til að uppfylla kröfur og framþróun starfseminnar.

Málsmeðferð og ákvarðanataka skal ávallt fara fram á áreiðanlegan, réttan, skilvirkan og óhlutdrægan hátt, í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og persónuverndarsjónarmið.

Gæðastefnan er einnig leiðarljós í innkaupastefnu Sjúkratrygginga og í samningum við veitendur heilbrigðisþjónustu, birgja og samstarfsaðila. Allir slíkir samningar skulu taka mið af gæðakröfum stofnunarinnar.

Sjúkratryggingar leggja áherslu á stöðugar og markvissar umbætur á gæða- og upplýsingaöryggisstjórnkerfinu, í samræmi við viðeigandi staðla, til að tryggja að kerfið styðji við markmið stofnunarinnar og þjóni starfseminni sem best.