Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Einstaklingar geta nú sjálfir endurnýjað ákveðnar hjálpartækjaheimildir

10. desember 2025

Ný virkni á Mínar síður á island.is

Ný virkni er komin á Mínar síður á island.is sem gerir einstaklingum kleift að endurnýja ákveðnar hjálpartækjaheimildir sjálfir, án milligöngu heilbrigðisstarfsfólks eða seljenda. Sama virkni hefur verið aðgengileg í Gagnagátt Sjúkratrygginga frá því í sumar fyrir heilbrigðisstarfsfólk og seljendur.

Þær vörur sem virknin er komin inn fyrir eru meðal annars:

  • Þvagleggi og þvagpoka

  • Ákveðin hjálpartæki vegna sykursýki

  • Hárkollur, höfuðföt, gerviaugabrúnir, augnhár og húðflúr

  • Þrýstisokkar

  • Gómar vegna kæfisvefns

  • Gervibrjóst og fleygar

  • Bleiur

  • Stómavörur

  • Hlífðarhanskar

  • Innlegg í skó

Þessar umsóknir afgreiðast strax, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og berst svarbréf daginn eftir í stafræna pósthólfið. Þróun þessarar virkni heldur áfram hjá Sjúkratryggingum og verður fleiri heimildum bætt með tímanum.

Hjálpartækjaheimildirnar má finna á Mínum síðum undir Heilsa → Hjálpartæki og næring:

Þessi viðbót er mikilvægt skref í þjónustu Sjúkratrygginga og eykur skilvirkni fyrir heilbrigðisstarfsfólk og seljendur en fyrst og fremst einfaldar þetta endurnýjanir fyrir einstaklinga sem þurfa á hjálpartækjum að halda.