Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

6.000 færri umsóknir um lyfjaskírteini á ári

28. ágúst 2025

Breyting á reglugerð tekur gildi 1. september.

Þann 1. september tekur gildi breyting á reglugerð nr. 1143/2019 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði, sjá reglugerðarsafn.

Helsta breytingin er að 8. gr. reglugerðarinnar, sem fjallaði um greiðsluþátttöku með verðtakmörkunum fellur brott. Það þýðir að fjöldi lyfja fær almenna greiðsluþátttöku og ekki verður lengur þörf á að sækja um lyfjaskírteini fyrir þau. Mun því greiðsluþátttaka verða í samræmi við almennar reglur sem gilda um greiðsluþátttöku lyfja.

Um er að ræða prótónpumpuhemla, blóðfitulækkandi lyf, lyf sem hafa áhrif á beinbyggingu og beinmyndun, geðrofslyf, sérhæfða serótónín endurupptökuhemla og önnur þunglyndislyf.

Breytingin hefur í för með sér aukin útgjöld fyrir Sjúkratryggingar, en mun um leið draga verulega úr umsýslu lækna í tengslum við þessi lyf. Hingað til hafa Sjúkratryggingar þurft að afgreiða um 6.000 umsóknir árlega vegna þessa ákvæðis. Aðeins verður áfram krafist umsóknar um lyfjaskírteini þegar um er að ræða dýr lyf þegar til staðar er hagkvæmari meðferðarkostur.

Á vefsvæði lyf.is og í lyfjaverðskrá Lyfjastofnunar má sjá hvaða lyf hafa fengið almenna greiðsluþátttöku (G-merkingu).

Nánari upplýsingar eru að finna á vef Lyfjastofnunar: Afnám greiðsluþátttöku með verðtakmörkunum - Lyfjastofnun