Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Breyting á vinnureglu vegna lyfjaskírteina, frávik frá viðmiðunarverði

31. janúar 2025

Sjúkratryggingar vilja upplýsa um breytta vinnureglu varðandi útgáfu lyfjaskírteina fyrir tilteknum lyfjum (R-merkt lyfjaskírteini).

Lyf - Sjúkratryggingar

Frá og með 15. febrúar 2025 næstkomandi verða lyfjaskírteini samþykkt fyrir ákveðin lyf í þeim tilfellum þegar búið er að reyna meðferð með hagkvæmustu lyfjunum og af brýnum læknisfræðilegum ástæðum þarf að stöðva notkun þeirra lyfja.

Greiðsla sjúkratrygginga vegna lyfjakaupa miðast almennt við viðmiðunarverð, samkvæmt lyfjaverðskrá. Ef einstaklingur getur ekki af brýnum læknisfræðilegum ástæðum, svo sem vegna alvarlegra aukaverkana, notað það lyf sem greiðsluþátttaka sjúkratrygginga miðast við, getur læknir sótt um lyfjaskírteini fyrir ákveðið lyf. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga miðast þá við smásöluverð viðkomandi lyfs. Skilgreiningu á alvarlegum aukaverkununum má finna á vef Lyfjastofnunar (Aukaverkanir lyfja - Lyfjastofnun).

Þessi breyting er í samræmi við 12. grein reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði (1143/2019). Uppfærða vinnureglu má sjá hér að neðan.