Auglýsing vegna innkaupa - Lýðheilsutengdar aðgerðir
6. desember 2024
Sjúkratryggingar óska eftir tilboðum í valdar aðgerðir utan heilbrigðisstofnana ríkisins.
Um ræðir liðskiptaaðgerðir, augasteinsaðgerðir, kviðsjáraðgerðir vegna endómetríósu (þ.m.t. legnám), bakaðgerðir vegna brjóskloss og þrenginga í mænugöngum, efnaskiptaaðgerðir og aðgerðir til brjóstaminnkunar.
Samningar verða gerðir til allt að 3 ára, með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um 1 ár, þó með þeim fyrirvara að umsamið magn ræðst af fjárveitingum til verkefnisins hverju sinni, áherslum stjórnvalda og Sjúkratrygginga sem kaupanda heilbrigðisþjónustu.
Hægt er óska eftir innkaupalýsingu með því að senda tölvupóst á innkaup@sjukra.is.
Tilboðsfrestur er til og með 15. janúar 2025.