Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Sjúklingatrygging - auglýsing eftir áhugasömum sérfræðilæknum

9. október 2024

Sjúkratryggingar óska eftir viðræðum við áhugasama sérfræðilækna sem vilja taka að sér ráðgjöf í verktöku við fagteymi stofnunarinnar vegna umsókna um bótagreiðslur vegna atvika í heilbrigðisþjónustu (sjúklingatrygging).

Sjúkratryggingar lógó

Verkefnið felst í því að fara yfir læknisfræðileg gögn vegna umsókna einstaklinga og vera fagteymi Sjúkratrygginga til ráðgjafar um bótarétt samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu. Helstu skilyrði bótaréttar eru að líkamstjón megi rekja til þess að læknismeðferð hafi ekki verið hagað eins vel og unnt var eða að einstaklingur hafi orðið fyrir alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvilla meðferðar. Ekki er um hefðbundin matsstörf að ræða heldur yfirferð gagna frá umsækjendum og meðferðaraðilum og ályktanir út frá þeirri yfirferð.

Sóst er eftir læknum sem hafa nokkra starfsreynslu en eru jafnframt enn við klínísk störf. Einnig kemur til greina að ganga til samninga við sérfræðinga sem hafa nýlega hætt klínískum störfum. Sóst er eftir samstarfi við lækna sem starfa hér á landi eða erlendis. Umfang vinnu er samkvæmt nánara samkomulagi og býður upp á sveigjanleika.

Áhugasamir sendi stutt yfirlit yfir starfsferil ásamt sérfræðiviðurkenningu, ef hún liggur ekki fyrir hjá Sjúkratryggingum, á netfangið innkaup@sjukra.is fyrir 1. nóvember 2024. Sjúkratryggingar áskilja sér rétt til að velja úr þeim hópi, sem lýsir áhuga, eftir þörfum.

Nánari upplýsingar veita:

María Hrafnsdóttir yfirlæknir Sjúkratrygginga (maria.hrafnsdottir@sjukra.is) eða
Berglind Ýr Karlsdóttir sviðsstjóri Trygginga (berglind.karlsdottir@sjukra.is)