Fara beint í efnið
Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Samstarfið við Sahlgrenska farsælt

18. ágúst 2024

Gott og farsælt samstarf hefur einkennt samskipti Íslands og Svíþjóðar í heilbrigðisþjónustu til margra ára.

AI Sahlgrenska

Það hefur meðal annars leitt af sér samning sem var undirritaður fyrir 14 árum, milli Sjúkratrygginga og Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, um líffæraígræðslur og líffæraflutning. 209 einstaklingar frá Íslandi hafa gengist undir líffæraígræðslu frá árinu 2009 hjá Sahlgrenska sjúkrahúsinu samkvæmt nýlegri ársskýrslu þar sem þessar tölur er að finna, ásamt annarri áhugaverðri tölfræði síðustu ára.

Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið

Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg hefur verið starfrækt í hartnær 250 ár og er jafnframt stærsti spítali Svíþjóðar og einn af stærstu háskólasjúkrahúsum í Evrópu. Spítalinn sem þykir skara fram úr í klínískum rannsóknum í Svíþjóð er nútímalegasti barnaspítali í Evrópu. Samspil við önnur sjúkrahús og rannsóknasetur er mikið enda spítalinn þátttakandi í stóru samstarfi á vegum Evrópusambandsins (ERN). Það samstarf tengir saman heilbrigðisstarfsfólk um alla Evrópu sem tekst á við flókin og/eða sjaldgæf heilbrigðismál sem krefjast sérhæfðrar meðferðar sem byggir á þekkingu, reynslu og réttri aðstöðu.

Sahlgrenska interventioncen
Náið samstarf Norðurlandanna

Framtíðarsýn sjúkrahússins er að auka getu sína til að taka á móti erlendum sjúklingum víðsvegar að úr heiminum en Sahlgrenska hefur gefið út að samstarf milli landa sé þeim afar mikilvægt og í því samhengi er nefnt að verkefnabeiðnum frá sjúkrahúsum nágrannalandanna fjölgaði árið 2023. Eitthvað sem Sahlgrenska sjúkrahúsið fagnar því slíkar beiðnir kalla á aukið samstarf Norðurlandanna, þvert á landamæri og ýtir undir þróun á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, almenningi til heilla. Má þar nefna verkefnabeiðnir eins og aðgerð til kynstaðfestingar, aðgerðir tengdar brjóstakrabbameini, hjartaskurðaðgerðum ungbarna og taugaskurðaðgerðir.

Árið 2023 var framrás líffæragjafa á vegum spítalans það mesta í sögunni, með 109 nothæfa gjafa, þar af 10 frá Íslandi. Sé fjöldinn borinn saman við hin Norðurlöndin er Ísland í öðru sæti það ár, á eftir Finnlandi, það er að segja sé tekið mið af höfðatölu. Frá Íslandi nýttust samtals 37 líffæri sem gera 3,7 líffæri á hvern gjafa.

Public use Sahlgrenska

Sjúkratryggingar eru með samning um móttöku íslenskra sjúklinga ásamt alhliða samningi en einnig er í gildi sértækari samningur sem tekur á afmarkaðri málum, eins og líffæragjöf, lýtaaðgerðum barna á höfði og andlitssvæði. Þess skal einnig getið að formlegir samningar um samstarf eru einnig á milli Sjúkratrygginga og annarra sjúkrahúsa í Svíþjóð, meðal annars Karolinska í Stokkhólmi og Sjúkrahúsinu í Lundi.

Fjöldi líffæra sem voru send frá Íslandi

Sahlgrenska Tafla 1

Fjöldi sjúklinga frá Íslandi sem gangast undir líffæragjöf

Sahlgrenska Tafla 2