Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sjúkratryggingar Forsíða
Sjúkratryggingar Forsíða

Sjúkratryggingar

Þessi frétt er meira en árs gömul

Opnað hefur verið fyrir útboð Sjúkratrygginga á hjólastólum og gönguhjálpartækjum

18. júlí 2024

Ríkiskaup, fyrir hönd Sjúkratrygginga, standa fyrir útboði á rammasamningi vegna innkaupa á handknúnum hjólastólum, rafknúnum hjólastólum og gönguhjálpartækjum fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Skilafrestur tilboða er til 1.10.2024 kl. 9.00.

Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign og á útboðsvef fyrir opinber útboð.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.