Auglýsing vegna biðlistaaðgerða
7. mars 2024
Fyrirhugað er að ganga til samninga um lýðheilsutengdar aðgerðir við heilbrigðisfyrirtæki á einkamarkaði. Lýðheilsutengdar aðgerðir er samheiti sem notað er yfir aðgerðir þess eðlis að stök skurðaðgerð dugir til að bæta heilsu einstaklings til virkni og stóraukinna lífsgæða.
Óskað er eftir því að aðilar sem hafi burði og getu til að taka að sér að framkvæma aðgerðir í eftirfarandi flokkum sendi erindi þess efnis til Sjúkratrygginga:
Liðskiptaaðgerðir á hné og mjöðm
Kviðsjáraðgerðir vegna legslímuflakks (endómetríósa) (bæði minni aðgerðir og stærri aðgerðir, þ.m.t. legnám)
Bakaðgerðir vegna brjóskloss eða þrenginga í mænugöngum
Gerðir verða samningar til lengri tíma varðandi alla aðgerðarflokka, eða til allt að fimm ára. Heimilt er að óska eftir þátttöku í fleiri en einum flokki aðgerða. Að sama skapi geta fleiri en eitt heilbrigðisfyrirtæki sameinast um framkvæmd aðgerða, í einum eða fleiri flokkum.
Fyrirtæki sem hafi áhuga á að taka að sér framkvæmd ofangreindra aðgerða sendi erindi þess efnis á innkaup@sjukra.is eigi síðar en 15. mars 2024.
Þá er áhugasömum fyrirtækjum jafnframt boðið að leggja fram ábendingar um fyrirkomulag verkefnisins.